Kvennafundur Samfylkingarinnar í Skagafirði, haldinn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars 2007 ályktar um umbætur í jafnréttismálum: "Fundurinn skorar á þingflokka alþingis að ganga til samstarfs um samþykkt frumvarps til nýrra jafnréttislaga þegar í lok alþingis. Félagsmálaráðherra hefur kynnt tillögur að efldri jafnréttislöggjöf en 30 ár eru liðin frá því að jafnréttislög tóku fyrst gildi."
"Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra jafnréttislaga sem kemur til með að jafna enn frekar stöðu kvenna og karla í samfélaginu hvort heldur sem horft er til launa, fæðingarorlofs eða samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu.
Með tilkomu þessara löggjafar er vonast til að kynbundnum launamun sem er 15.7% í dag, verði horfinn innan 10 ára.
Fundurinn telur rétt að þegar í stað verði hægt að vinna eftir nýrri löggjöf og með því verði stuðlað að því að ekki seinna en árið 2017 verði kynbundinn launamunur horfinn.
Að lokum ályktar fundurinn mikilvægi þess að ríki, sveitarfélög og samtök atvinnulífsins komi sameiginlega að umbótum í jafnréttismálum. Ríki á að ganga á undan öðrum með góðu fordæmi og gera skylt að gæta kynjajafnréttis innan nefnda, ráða og stjórna sem skipaðar eru af ríkinu."