22/12/2024

Alþjóðleg ráðstefna í Reykjanesi

Dagana 3.-7. október fer fram alþjóðleg ráðstefna í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í tengslum við Northern Periphery Programme verkefni sem ber heitið Nature Based Tourism (sjá heimasiðu verkefnisins: www.naturebasedtourism.net). Tólf ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum hafa tekið þátt í þessu verkefni og hefur Dorothee Lubecki hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða stýrt verkefninu sl. þrjú ár. Alls er von á um 50 þátttakendum erlendis frá (frá Svíþjóð, Noregi, Skotlandi og Kanada), auk 10-15 þátttakenda úr fjórðungnum. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu verkefnisins.