Í kvöld er almyrkvi á tungli og ætti það að vera orðið almyrkvað fyrir klukkan 11 í kvöld. Nú þegar er tunglið orðið hálfmyrkvað og sést það mjög vel á lofti yfir Steingrímsfirði og líklega víðar á Ströndum. Því gefst nú gott tækifæri til að sjá tunglmyrkva eigin augum, en þeir eru töluvert algengari en sólmyrkvar.