22/12/2024

Álftarungar á Steingrímsfjarðarheiði

Þótt kalt sé í dag á Ströndum eru margvísleg ummerki um sumarið sem er að koma. Uppi á Steingrímsfjarðarheiði er álftin búin að unga út og var í gær á ferð með ungana, vestan við Margrétarvatnið. Hún hefur verpt óvenju snemma í vor, því álftir liggja á eggjunum í 34-35 daga. Varasamt er að fara of nálægt álftum með unga, því þær verja ungana af mikilli grimmd og eru stórir fuglar, um 10 kíló. Tjaldsungar verða fljótlega komnir á kreik líka og æðarungar sjást oft á Ströndum um mánaðarmótin maí og júní.

580-alftarungar2 580-alftarungar

Álftarungar á Steingrímsfjarðarheiði – ljósm. Ásdís Jónsdóttir