23/12/2024

Ágæt mæting á Pub Quis

Það var ágæt mæting á Pub Quis eða Barþrautina síðastliðinn föstudag á Café Riis á Hólmavík. Það voru þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Kristinn Schram sem sáu um spurningarnar að þessu sinni. Settu bæði mynda- og hljóðdæmi svip á keppnina að þessu sinni og voru þau síðarnefndu flutt af fingrum fram á munnhörpu á staðnum. Eftir harða og spennandi keppni voru það feðginin Matthías Lýðsson og Þorbjörg Matthíasdóttir í Húsavík sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Næst er fyrirhugað að hafa barþraut á Húmorsþingi á Hólmavík, sem haldið verður á næstunni.

Menn að gera sig klára fyrir barþrautina – ljósm. Ester Sigfúsdóttir.