22/12/2024

Afmælisþorri í Árneshreppi

Þorraveisla og afmæliÁ föstudaginn var haldin mikil afmælisveisla í  félagsheimilinu í Trékyllisvík í Árneshreppi. Afmælisbarnið var Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni sem hélt upp á 40 ára afmæli sitt, en skemmtuninni hafði verið frestað um viku vegna flensu í hreppnum. Um leið var skemmtunin raunar þorrablót Árneshreppsbúa, en þorrablót hefur ekki verið haldið í sjö ár hér í hreppnum. Margt aðkomumanna kom að sunnan því ágætis færð er norður, en fjórir komu á snjósleðum og höfðu þetta sem sportferð í leiðinni.

Bræðurnir frá Steinstúni, Guðlaugur, Samúel, Arnar og Gísli.

Veisluborð hlaðið rammíslenskum kræsingum.

Veislugestir skemmtu sér hið besta.

Ljósm. Jón G G. – fleiri myndir eru á www.litlihjalli.it.is.