22/12/2024

Afmæliskveðjur og annað

Þeir sem hyggjast senda ástvinum, kunningjum eða vinum afmæliskveðjur eða annars konar hamingjuóskir hér á strandir.saudfjarsetur.is næstu daga er bent á að senda þær á netfangið addibro@jonsson.is. Kveðjur eru venjulega sendar á netfangið strandir@strandir.saudfjarsetur.is, en það verður ekki virkt frá hádegi 20. janúar (á morgun), og verður að öllum líkindum ekki tekið aftur í notkun fyrr en þriðjudaginn 24. janúar. Einnig er þeim sem hafa áhuga á að koma fréttum eða einhverju sérstöku á framfæri á þessu tímabili bent á að senda þær í ofangreint netfang – addibro@jonsson.is.