Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða var haldin á Patreksfirði föstudaginn 9. okt sl. Á fundinum var stjórn endurkjörin. Þau sem skipa stjórnina nú eru Daníel Jakobsson formaður, Harpa Eiríksdóttir, Nancy Bechtloff, Þórdís Sif Sigurðardóttir, Arinbjörn Bernharðsson, Einar Kristinn Jónsson og Þorsteinn Másson.
Í tengslum við aðalfundinn var haldinn fundur um stefnumótun í vestfirskum ferðamálum, en Ferðamálasamtökin fengu fyrr á árinu styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða til að vinna að stefnumótun til næstu ára. Ákveðið var á fundinum að byrja á því að gera Vegvísi fyrir Vestfirði sem mátar sig að Vegvísi í íslenskum ferðamálum til næstu ára, skilgreina verkefni og markmið út frá því og vinna svo stefnumótun í framhaldinu.