03/05/2024

Ætla að spila körfubolta í sólarhring

Ungir íþróttamenn í Ungmennafélaginu Geislinn á Hólmavík hafa verið að safna áheitum vegna maraþons sem þau ætla að hefja kl. 18:00 á morgun, föstudaginn 16. febrúar. Þau munu spila körfubolta með fjölbreyttu ívafi og stefna að því að spila í heilan sólarhring eða fram til kl. 18:00 á laugardaginn. Íþróttafólkið í körfuboltadeild Umf Geislans leggur af stað í víking erlendis snemma í júní ásamt kollegum sínum hjá Umf Kormáki á Hvammstanga. Það eru sjö körfuboltaspilarar sem fara í ferðina af Ströndum. Þessi tvö íþróttafélög hafa sameinast um þjálfun á körfuboltafólki á svæðunum.

Það eru allir sem áhuga hafa á málefninu hvattir til að líta við í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á meðan körfuboltamaraþonið stendur yfir og fylgjast með og hvetja sitt fólk áfram til afreka.