23/12/2024

Æft af kappi fyrir tónleika

Fjáröflunartónleikar félagsmiðstöðvarinnar OZON verða haldnir í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld, 19. maí, kl. 19:30. Þarna koma fram hljómsveitir og hljóðfærasnillingar úr Tónskólanum á Hólmavík, auk frábærra söngvara á öllum aldri. Margvíslegir slagarar eru á dagskránni. Einnig verður keppt milli laganna tveggja sem bárust í samkeppni um Hamingjulagið 2010 og velja áheyrendur sigurlagið. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is leit við í Félagsheimilinu þar sem æfingar stóðu sem hæst.

580-tonl1 580-tonl2 580-tonl3 580-tonl4

Það verður rokkað í kvöld – ljósm. Jón Jónsson