30/10/2024

Aðventustundir á Hólmavík og Drangsnesi

Aðventukvöld verður í Hólmavíkurkirkju miðvikudaginn 12. des, kl. 19:30 og í Drangsneskapellu fimmtudaginn 13. des. kl. 18:00. Á aðventukvöldunum koma fram kórar af ýmsum stærðum og gerðum sem syngja jólalög og lesnar verða jólasögur. Svo syngja auðvitað allir saman og njóta þess að eiga notalega samverustund fyrir jólin.