04/10/2024

Aðventustund á Hólmavík

Aðventustund verður í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 10. desember og hefst hún klukkan 16:00. Á aðventustundinni verður kórsöngur til skemmtunar, barnakórinn, almennur söngur og jólasaga. Rétt er að minna einnig á aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna syðra, en hún verður haldin sunnudaginn 11. desember kl. 16:30 í Bústaðakirkju.