22/12/2024

Aðventuhátíð í Bústaðakirkju

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 11.desember í Bústaðakirkju og hefst kl. 16.30. Stjórnandi er Arnhildur Valgarðsdóttir en Heiða Árnadóttir sér um einsöng. Um hljóðfæraleik sjá Ásta Haraldsdóttir á píanó og Ágústa Dómhildur á fiðlu. Að venju mun sérstakur barnakór sem stofnaður er í tilefni aðventuhátíðarinnar syngja nokkur jólalög. Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar flytur hugvekju. Miðaverð er 3.000.- kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir 14 ára og yngri. Kaffihlaðborð innifalið