22/12/2024

Aðalsteinn Óskarsson verður framkvæmdastjóri Fjórðungssambands

Vestfjarðanefndin - Aðalsteinn lengst til hægri - ljósm. JJFjórðungssamband Vestfjarða hefur ákveðið að ráða Aðalstein Óskarsson sem framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, en þessi staða var auglýst laus í kjölfar Fjórðungsþings þar sem ákveðið var að Fjórðungssambandið yrði sjálfstæð stofnun og hætt yrði að reka hana innan vébanda Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Aðalsteinn hefur lengi verið framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélagsins og síðustu ár einnig framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins. Hann situr einnig í Vestfjarðanefndinni svokölluðu sem starfar á vegum Forsætisráðuneytis.

Fimm umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Fjórðungssambandsins og var leitað til ráðningarskrifstofunnar Hagvangs ehf. um ráðgjöf og mælti fyrirtækið með að Aðalsteinn Óskarsson yrði ráðinn í starfið. Umsækjendur voru eftirfarandi:
 
Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri
Björn S. Lárusson, framkvæmdastjóri
Guðmundur Björn Eyþórsson, fjármálastjóri
Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, þjónustu- og kennslustjóri
Örlygur Ólafsson, ráðgjafi

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum að ráða Aðalstein Óskarsson til starfans og var formanni falið að ganga frá ráðningarsamningi og leggja fyrir stjórn.