22/12/2024

Aðalskipulag Strandabyggðar samþykkt í sveitarstjórn

Í frétt á heimasíðu Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – kemur fram að sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi Strandabyggðar 2010-2022. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla voru til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins, hjá Skipulagsstofnun og á heimasíðu sveitarfélagsins og var frestur til að gera athugasemdir til  28. júlí 2010. Átta athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað. Gerðar voru minniháttar breytingar á tillögunni. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu hennar.