22/12/2024

Aðalfundur Umf. Geislans

Aðalfundur Ungmennafélagsins Geisla verður haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík mánudaginn 16. apríl og hefst klukkan 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf eru efni fundarins og allir eru velkomnir sem áhuga hafa á starfseminni. Geislakrakkar voru annars á faraldsfæti um helgina. Stór hópur fór á Ísafjörð og keppti þar í fótbolta með góðum árangri. Einnig fór Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir á Hvammstanga og keppti þar í sundi og hafnaði í þriðja sæti í 50 metra skriðsundi og í fyrsta sæti í 50 metra bringusundi.