Aðalfundur Strandasýsludeildar Rauða kross Íslands verður haldinn í Rósubúð í dag, miðvikudaginn 15. febrúar og hefst kl. 17.00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Á vefsíðu Rauða Krossins kemur fram að helstu verkefni Strandasýsludeildarinnar séu fatamóttaka, en tekið er á móti fatnaði í húsnæði deildarinnar í sjúkrabílaskýlinu við Heilsugæslustöðina. Einnig rauða kross kynning í grunn- og leikskóla, neyðarvarnir og neyðaraðstoð, skyndihjáparnámskeið, opið hús og heimsóknavinir þar sem deildin býður fólki sem er einmana og félagslega einangrað að leita til deildarinnar og fá reglulegar heimsóknir.