22/12/2024

Aðalfundur Leikfélagsins

Aðalfundur Leikfélags Hólmavíkur verður haldinn á sunnudagskvöldið kemur, 26. nóvember 2006 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður lagt á ráðin um verkefni vetrarins, en eins og menn vita er Leikfélagið á Hólmavík eitt allra ofvirkasta áhugaleikfélag landsins. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir og nýjum félögum verður fagnað ákaflega, segir í fréttatilkynningu. Lofað er að kaffi, gos og nammi verði á boðstólum á fundinum.