22/12/2024

Aðalfundur Kvenfélagsins Glæður

Kvenfélagið Glæður á Hólmavík heldur aðalfund sinn mánudaginn 10. apríl kl 20:00 í húsi félagsins að Kópnesbraut 7. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin hvetur allar konur til að mæta og lofar því að heitt verði á könnunni. Kvenfélagið Glæður stendur m.a. fyrir ýmiskonar fjáröflun, t.d. blómasölu og tombólum og með því að hafa umsjón með matarveislum. Félagið hefur líka staðið fyrir föndurkvöldum. Félagið reynir síðan að styrkja ýmsa starfsemi heima í héraði, þá einna helst starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar.

Kvenfélagshúsið á Hólmavík