11/10/2024

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn laugardaginn 2. apríl næstkomandi og hefst kl 9:00. Aðalfundurinn verður haldinn í Skrímslasetrinu á Bíldudal. Dagskrá vegna aðalfundarins hefst að venju kvöldið áður. Þá verða umræður um þá vinnu sem er framundan í verkefnum sem koma fram í Stefnumótun samtakanna. Þær umræður hefjast kl. 20:00 á föstudagskvöldi. Eftir aðalfundinn verður kynning á Vatnavinaverkefninu. Eftir hádegi munu ferðaþjónustuaðilar á suðurfjörðum Vestfjarða kynna þá þjónustu sem er þar í boði. Farið verður í stutta kynnisferð seinnipart laugardags og endað með hátíðarkvöldverði á laugardagskvöld.

Ferðaþjónar um allan fjórðunginn eru hvattir til að taka helgina frá og taka þátt í skemmtilegru vinnu með öðrum ferðaþjónum áður en sumarvertíðin hefst af fullum krafti.

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út í næstu viku. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að skoða dagskrána og sækja um aðild á heimasíðu FMSV á slóðinni www.vestfirskferdamal.is