22/12/2024

Aðalfundi Sparisjóðs Strandamanna frestað

Fréttavefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur borist fréttatilkynning frá Sparisjóði Strandamanna: Áríðandi tilkynning til stofnfjáraðila Sparisjóðs Strandamanna! Af óviðráðanlegum orsökum verður aðalfundi Sparisjóðs Strandamanna, sem halda átti í Sævangi þriðjudaginn 3. apríl, frestað. Verður aðalfundurinn haldinn þriðjudaginn 11. apríl n.k. í Sævangi og hefst kl. 20:00, með áður boðaðri dagskrá. Nýtt fundarboð hefur verið póstlagt til stofnfjáraðila.