05/11/2024

Áætlunarsiglingar í Grímsey

Ásbjörn Magnússon hefur nú hafið áætlunarferðir í Grímsey frá Drangsnesi á bátnum Sundhana. Farið verður á fimmtudögum og sunnudögum í sumar og er lagt frá bryggju kl. 14:00. Um er að ræða 3ja tíma ferð með leiðsögn og er verðið kr. 3.000- á mann. Þegar gott er veður er siglt í kringum eyjuna og sjóstöngin dregin fram. Ekki þarf að efast um að þessar ferðir eiga eftir að verða vinsælar því heimsókn í Grímsey er engu lík. Óhemja er þar af lunda og öðrum fuglum. Hér að neðan gefur að líta myndir úr Grímseyjarferð á Sundhana á Bryggjuhátíð 2004.

Sundhani býður einnig utan upp á ferðir fyrir hópa á sjóstöng og í hvalaskoðun eða siglingar í Grimsey eða á Húnaflóa á öðrum tímum. Áhugasamir ættu að hafa samband við Ásbjörn Magnússon í síma 451-3238 eða 852-2538.

Ljósm. Jón Jónsson