Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti leið um Hrútafjörð á hinum dularfulla tíma á milli jóla og nýárs og á sama tíma og sólin var að velta sér yfir fjöllin austan við fjörðinn. Útsýnið og samspil myrkurs og birtu varð svo skemmtilegt að myndavélin var dregin upp og reynt að fanga sjónarspilið og taka myndir á móti sólinni. Myndirnar fylgja með þó að það verði að viðurkennast að þær eru ólíkt minna spennandi en það sem fyrir augu bar þennan fallega dag.
Borgahálsinn
Gamli bærinn á Stóru-Hvalsá
Prestbakkakirkja – ljósm. Jón Jónsson