
Á síðasta ári sigraði Elvar Stefánsson bóndi í Bolungarvík á mótinu og í tilefni af því brýnir Indriði bóndi Aðalsteinsson á Skjaldfönn Strandamenn til dáða með eftirfarandi kveðskap (og kannski er rétt að taka fram að bekri er annað heiti á hrút):
Strandamenn sig bera bratt
á bekra dóma þingum.
Síðast þó þeir fóru flatt,
fyrir Bolvíkingum.Nú er ráð að rétta úr kútog rýna í kosti og galla.
Á heimaslóð með heimahrút,er helvísk skömm að falla.
Á laugardagskvöldið verður síðan stórdansleikur í félagsheimilinu á Hólmavík á vegum Sauðfjárseturs á Ströndum, en þar leikur hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi.