22/12/2024

Á fleygiferð – Vesturland morgundagsins

Nágrannar okkar á Vesturlandi efna til ráðstefnu undir yfirskriftinni Á fleygiferð – Vesturland morgundagsins. Ráðstefnan er opin öllum og þar fer fram áhugaverð dagskrá um byggðamál. Í tilkynningu frá ráðstefnuhöldurum segir: "Rannsóknamiðstöð Viðskiptaháskólans á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi bjóða þér á ráðstefnu um framtíð Vesturlands á Bifröst föstudaginn 27. janúar 2006. Ráðstefnan hefst kl. 11:00 og er öllum opin og ókeypis. Fjölmargir góðir gestir flytja þar erindi og allir munu þeir beina sjónum sínum að framtíð Vesturlands."

"Reynt verður að rýna inn í framtíðina, skoða hver eru helstu tækifæri svæðisins og jafnvel hvað beri að varast. Er mikilla breytinga að vænta á Vesturlandi næsta áratuginn og ef svo er hvernig er best að bregðast við? Hvaða aðgerða er þörf og getum við gert eitthvað til að gera hag okkar enn betri?
Gert er ráð fyrir að ráðstefnugestir skrái sig á www.bifrost.is eða í síma 433 3000.
11:05   Vegalengdir – máttur Sundabrautar. 
            Salvör Jónsdóttir forstöðumaður skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar.
11:25   Menntun og framtíð á Vesturlandi. 
            Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst.
11:45   Auðlindin landbúnaður á Vesturlandi. 
            Guðný H. Jakobsdóttir formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands.
12:05   Hvar standa fjölmiðlar á Vesturlandi? 
            Halldór Jónsson blaðamaður Skessuhorns.
12.20   Vaxtarsamningur Vesturlands.
            Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra.
12:30   Matarhlé.
13:00   Sjálfbær ferðamennska – tækifæri fyrir Vesturland? 
            Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur.       
13:30   Nærandi samfélag! 
            Helena Guttormsdóttir myndlistamaður og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.
13:40   Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur. 
            Þorleifur Finnsson sviðsstjóri nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
14:00   Betri í dag en í gær. 
            Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar.
14:20   Faxaflóahafnir – áhrif á iðnað og athafnalíf. 
            Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. 
14:40   Kaffihlé.
15:00   Vesturland nær og fjær. 
            Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Viðskiptaháskólans á Bifröst.
15:20   Borgarflóttinn. 
            Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri NFS.
15:40   Samantekt erinda. 
            Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar Viðskiptaháskólans á Bifröst.
16:00   Ráðstefnuslit. 
            Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Viðskiptaháskólans á Bifröst.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi: 11:00   Setning. 
           Helga Halldórsdóttir formaður Samtaka sveitarfélaga á   Vesturlandi.

Léttar veitingar í boði Faxaflóahafna.

Ráðstefnustjóri: Brynhildur Ólafsdóttir fréttamaður.

Allar nánari upplýsingar veitir Hólmfríður Sveinsdóttir ( holmfridur@bifrost.is ) og Bárður Örn Gunnarsson ( bardurg@bifrost.is ).