Starfslýsing:
Verkefnisstjórinn þarf að geta unnið í og stýrt fjölbreyttum verkefnum varðandi markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastað ferðamanna. Dæmi um verkefni eru:
Markaðsáætlanagerð og markaðsgreiningarvinna
Framkvæmd og samræming markaðsaðgerða.
Ráðgjöf varðandi markaðssetningu ferðaþjónustu bæði til sveitarfélaga og til ferðaþjónustufyrirtækja.
Markaðsskrifstofa Vestfjarða er þróunar- og samstarfverkefni sveitarfélaga á Vestfjörðum og Ferðamálasamtaka Vestjarða. Undirbúningur stofnun skrifstofunnar á lokastigi. Skrifstofan verður til húsa í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði og starfar í nánu samstarfi við AtVest og hagsmunaðila í ferðaþjónustu á öllum Vestfjörðum.
Hæfniskröfur
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun á sviði viðskipta eða markaðsfræði. Einnig koma til greina einstaklingar með víðtæka reynslu í markaðssetningu ferðaþjónustu.
Viðkomandi þarf að hafa góða tölvuþekkingu og góða tungumálakunnáttu.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi, hafa góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa með öðrum og tjá sig í töluðu og rituðu máli.
Atvinnuráðgjafi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða:
Starfslýsing
Atvinnuráðgjafi vinnur í fjölbreyttum verkefnum í flest öllum greinum atvinnulífsins. Dæmi um verkefni eru:
Verkefni fyrir sveitarfélög varðandi eflingu atvinnulífs.
Töluleg greining á ástandi atvinnulífs.
Ráðgjöf til frumkvöðla og fyrirtækja. Sú ráðgjöf getur verið:
Viðskiptaáætlana- og rekstraráætlanagerð.
Markaðsgreiningar og markaðsáætlanagerð.
Ráðgjöf varðandi fjármögnun og styrkumsóknargerð.
Starf atvinnuráðgjafa eru unnið í samstarfi við Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Verkefni eru krefjandi þar sem þekking á viðskiptum og atvinnulífi nýtist vel.
Hæfniskröfur
Leitað er að einstaklingi með háskólamenntun á sviði viðskipta, rekstrarfræði eða markaðsfræði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í fyrirtækjarekstri.
Viðkomandi þarf að hafa góða tölvuþekkingu og góða íslensku- og enskukunnáttu.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi, hafa góða framkomu, eiga auðvelt með að starfa með öðrum og tjá sig í töluðu og rituðu máli.
Umsóknarfrestur og upplýsingar:
Nánari upplýsingar um bæði störfin veitir Neil Shiran Þórisson, viðskiptaráðgjafi AtVest í símum 450 3051 og 897 2617 eða með tölvupósti (shiran@atvest.is). Umsóknir sendist með tölvupósti á shiran@atvest.is eða bréflega til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., B.T. Shiran Þórisson, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði, eigi síðar en 20. júlí n.k.