22/11/2024

Galdrasýningin stækkar

Unnið hefur verið hörðum höndum undanfarna daga við stækkun Galdrasýningar á Ströndum á Hólmavík en á morgun laugardaginn 2. júlí kl. 20:00 verður nýji hlutinn opnaður með skemmtilegri athöfn. Allsherjargoði, Norðlendingagoði og Vestfirðingagoði halda heiðið blót í galdragarðinum í tilefni opnunarinnar. Ástæða þessarar heiðnu áherslu á Galdrasýningunni við opnunina tengist nýja hluta sýningarinnar en þar verður hlautbolli í aðalhlutverki sem er eini gripurinn hér á landi sem fundist hefur hér á landi sem hægt er að tengja heiðnum blótsiðum.

Hlautbollinn fannst fyrst í Goðdal í kringum 1960, en það er sérkennilegur steinn með höggna skál ofan í hannen undarlegur svargur litur ofan í hana vakti athygli. Bollinn hvarf síðan um árabil og birtist afur sumarið 2002 og var á afhentur Galdrasýningu á Ströndum til varðveislu. Vegna munnmæla um að forn hofrúst væri að finna í Goðdal var talið hugsanlegt að um væri að ræða hlautbolla, eins og þeir eru nefndir í fornum heimildum.

Steinninn hefur síðan verið í margskona rannsóknum í meinafræðum, fornelifafræðum, jarðfræðum og fleira en við rannnsókn meinafræðings kom í ljós að á botni og börmum skálarinnar er að finna ævafornt blóð ogleiddi rannskóknin i ljós að um dýrablóð er að ræða. Merkilegasta lýsingin á hlautbolla er að finna í Eyrbyggja sögu en þar segir m.a.:

"Á stallanum skyldi og standa hlautbolli og þar í hlautteinn sem stökkull væri og skyldi þar stökkva með úr bollanum blóði því erhlaut var kallað. Það var þess konar blóð er svæfð voru þau kvikindi er goðunum var fórnað."