22/11/2024

Hrafninn í uppáhaldi á Ströndum

Strandamenn virðast hafa töluvert dálæti á hrafninum, en hann varð efstur í skoðanakönnun á strandir.saudfjarsetur.is þar sem spurt var um viðhorf til nokkurra fugla og hvern þeirra menn hefðu í mestu uppáhaldi. Fékk hrafninn þar 100 atkvæði og varð efstur, en heiðlóan var skammt undan með 97 atkvæði. Í þriðja sæti varð krían með 55 atkvæði. Segja má að úrslitin komi nokkuð á óvart. Lundinn var í næstneðsta sæti með 17 atkvæði, en þau hefðu nú líklega verið fleiri ef spurt hefði verið um kofuna í staðinn fyrir lundann. Álftirnar kvakandi ráku svo lestina með 11 dygga stuðningsmenn.

Hvaða fugl af þessum er í mestu uppáhaldi?
Hrafninn
100 27.5%
 
Heiðlóan
96 26.4%
 
Krían
55 15.1%
 
Örnin
35 9.6%
 
Þrösturinn
26 7.1%
 
Æðarfuglinn
24 6.6%
 
Lundinn
17 4.7%
 
Álftin
11 3%