Vesfirðingum hefur fækkað töluvert á milli ára þetta árið. Þeir voru þann 1. des. samtals 7698 samkvæmt tölum Hagstofunnar, en voru 7835 ári áður. Lítilsháttar fjölgun verður í Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhreppi, Árneshreppi og Bæjarhreppi á Ströndum, en fækkun í öllum öðrum sveitarfélögum, mest í Vesturbyggð og síðan Hólmavíkurhreppi.
Fækkunin í fjórðungnum skiptist svo milli sveitarfélaga og svæða:
-
Strandir 792 (fækkun um 38)
-
Reykhólahreppur 260 (fækkun um 23)
-
Vesturbyggð 1020 (fækkun um 53)
-
Tálknafjarðarhreppur 326 (fækkun um 23)
-
Ísafjarðarbær 4131 (fjölgun um 4)
-
Bolungarvík 934 (fækkkun um 10)
-
Súðavíkurhreppur 235 (fjölgun um 6)