Í Morgunblaðinu í dag er birt frétt um veitingastaðinn Café Riis á Hólmavík undir fyrirsögninnni Óvissa um veitingaaðstöðu, en það er frétt sem var unnin hjá blaðinu síðastliðinn sunnudag. Síðan þá virðist hafa þokast í átt með sölu á staðnum, þó engin staðfest tíðindi hafi borist strandir.saudfjarsetur.is, en fréttavefurinn hefur það að stefnu að hirða ekki upp munnmæli af strætum og spjalltorgum af málinu og bíður því frekari tíðinda. Þar til það birtir upp í tíðindum af Café Riis þá geta gestir vefjarins lesið það sem blaðamaður Morgunblaðsins hafði upp úr sinni fréttaöflun, þó þar komi lítið nýtt fram.
"Ferðaþjónustan á Ströndum er uggandi yfir veitingastaðnum Cafe Riis en tvísýnt er hvort staðurinn opnar fyrir sumarið. Sigurður Atlason, framkvæmdastjóri Galdrasýningar á Ströndum, segir að eigendur staðarins hafi selt hann og að nýi eigandinn ætli sér ekki að reka staðinn. Eigandinn hefur ekki fundið neinn til að annast reksturinn en að sögn Sigurðar er enginn annar matsölustaður á Hólmavík ef frá er talinn söluskáli Esso.
Haraldur V. Jónsson, oddviti Hólmavíkurhrepps, segir að hreppsnefnd hafi ekki tekið afstöðu en nú hljóti menn að þurfa að ákveða hvernig málum verður háttað í sumar. "
Ef það fer ekki að gerast skoðum við eflaust málið," segir Haraldur."