Nemendur miðdeildar við Grunnskólann á Drangsnesi tóku sig til um daginn, söfnuðu dóti á tombólu, bökuðu kökur og löguðu kaffi. Síðan héldu þeir tombólu síðasta laugardag og settu upp lítið kaffihús í skólanum og seldu kaffið og kökurnar. Gestir og gangandi gerðu góðan róm að þessu uppátæki krakkanna og skemmst er frá að segja að allt seldist upp – kaffi, kökur og dótið á tombólunni. Upp úr krafsinu höfðu nemendur um 17.000.- kr sem fara í ferðasjóð nemenda. Heyrðist því jafnframt fleygt að nemendur ættu að gera það að föstum lið að setja upp kaffihús í skólanum.
Drangsnes sumarið 2004