Aðsend grein: Einar K. Guðfinnsson
Arðsemi af vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal, er ein sú mesta sem fyrirfinnst á landinu. Það er ekki algengt að svo arðsöm framkvæmd sé á landsbyggðinni. Þess vegna blasir við að þessi vegagerð á að vera á forgangslista framkvæmda á komandi árum. Byggaðleg áhrif framkvæmdarinnar eru mikil, með tengingu Reykhólasveitar, Saurbæjar, Dala og Stranda. Leiðin til Reykjavíkur styttist um rúmlega 40 kílómetra, fyrir íbúa norðanverðra Vestfjarða, Ísafjarðardjúps og Strandasýslu, norðurúr frá Hólmavíkurhreppi. Svo leiðir hún til lægri slysatíðni og minni umferðarþunga á þjóðvegi 1.
Arðsemi af vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal, er ein sú mesta sem fyrirfinnst á landinu. Það er ekki algengt að svo arðsöm framkvæmd sé á landsbyggðinni. Þess vegna blasir við að þessi vegagerð á að vera á forgangslista framkvæmda á komandi árum. Byggaðleg áhrif framkvæmdarinnar eru mikil, með tengingu Reykhólasveitar, Saurbæjar, Dala og Stranda. Leiðin til Reykjavíkur styttist um rúmlega 40 kílómetra, fyrir íbúa norðanverðra Vestfjarða, Ísafjarðardjúps og Strandasýslu, norðurúr frá Hólmavíkurhreppi. Svo leiðir hún til lægri slysatíðni og minni umferðarþunga á þjóðvegi 1.
Það er því sama á hvaða mælikvarða mælt er. Alls staðar skorar þessi vegagerð hátt, svo orðalag nútíma – íslensku sé notað.
Ég hef verið einarður baráttumaður fyrir þessari vegagerð, eins og kunnugt er. Fyrir forgöngu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra var þessi vegagerð sett inn á vegáætlun. Æskilegt væri að hægt væri að ljúka henni fyrr, en vegáætlun gaf svigrúm til.
Á Fjórðungsþingi á dögunum kynntu sérfræðingar frá Háskólanum á Akureyri arðsemismat vegarins um Arnkötludal og Gautsdal. Arðsemin er um 14-15%. Sama og kom fram í mati sérfræðinga Leiðar hf. sem Jónas Guðmundsson sýslumaður í Bolungarvík hafði látið vinna. Elías Jónatansson forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík spurði sérfræðingana út í málið á Fjórðungsþinginu. Í þeirra huga voru ekki efasemdir; farið yrði í framkvæmdina, enda væri hún svo arðbær. – Það eru til dæmis engin jarðgöng sem skila svona arðsemi, ef Hvalfarjarðgöngin eru undanskilin, sögðu þeir.
Þetta er okkur hvatning. Arnkötludalsleiðin þarf að verða að raunveruleika, fyrr en síðar.
Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins