22/11/2024

Fuglaskoðun á Orrustutanga

580-kolluverkefni3
Miðvikudagskvöldið 5. júní kl. 20:00 verður gönguferð og fuglaskoðun á Orrustutanga, en það er tanginn sem félagsheimilið Sævangur stendur á og Sauðfjársetrið er til húsa. Það eru Ferðaþjónustan Kirkjuból og Sauðfjársetrið sem standa fyrir þessari útivist þar sem ætlunin er að heimsækja fuglana, skoða og mekrja hreiður og endurreisa fuglahræðu, tófuhrelli og ísbjarnarfælu sem jafnan eru þarna á verði í júní. Síðast en ekki síst er svo hugmyndin að drekka kakó og borða eplapæ á Kaffi kind í Sauðfjársetrinu. Allir eru velkomnir, stórir sem smáir, heimamenn og ferðalangar.