22/11/2024

Skemmtilegur upplestur í KSH

640-jolasv1
Á Þorláksmessu sunnudaginn 23. desember, munu félagar í Leikfélagi Hólmavíkur lesa í þriðja skiptið úr nýjum íslenskum bókum í verslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík. Hefst lesturinn klukkan 16.30 eins og áður og verður lesið úr eftirtöldum bókum: Aþena eftir Margréti Örnólfsdóttur, Gísli á uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, Hetjur og hugarvíl eftir Óttar Guðmundsson, Mei mí beibísitt? eftir Mörtu Eiríksdóttur, Nanna og miðnæturdrekinn og Nanna norn eftir Valerie Thomas og Korky Paul, Útkall eftir Óttar Sverrisson og Vestfirskar konur í blíðu og stríðu eftir Finnboga Hermannsson.