22/12/2024

Jólahlaðborð, skötuveisla og áramótaball


Nú um helgina verður hið árlega jólahlaðborð á Café Riis á Hólmavík og hefst kl. 19:00 föstudags- og laugardagskvöld. Enn er hægt að tryggja sér sæti báða dagana. Veislustjóri er Gunnar Jóhannsson og að loknu hlaðborði mun Stebbi Jóns leika fyrir dansi. Einnig hefur verið ákveðið að skötuveisla Café Riis verður föstudaginn 21. desember kl. 19:00 og verður þar margvíslegt ljúfmeti á borðum, kæst bykkja, siginn fiskur og selspik, saltfiskur, hamsar og ábrystir í eftirrétt. Áramótaball verður haldið á Café Riis og hefst kl. 00:30 eftir miðnætti.