22/11/2024

Seiður í margvíslegu ljósi


Listaverkið Seiður eftir Einar Hákonarson sem sett var upp við Hólmavíkurhöfn í sumar hefur sett svip á bæinn og hefur mikið aðdráttarafl. Verkið er síbreytilegt að vetrarlagi því vatnið sem streymir um það verður að margvíslegum klakamyndunum sem breytast í takt við hitastigið. Eins er bakgrunnurinn ólíkur frá degi til dags og margir fallegar dagar hafa komið í haust þar sem himinn og haf litast af geislum sólarinnar og mynda fallegan bakgrunn. Sjónarhornið getur líka verið margvíslegt, hægt er að hafa þorpið á Hólmavík, bryggjuna, smábátahöfnina eða Hólmavíkurkirkju í baksýn að vild. Hér fylgja nokkrar myndir af Seið sem teknar hafa verið í haust.

Seiður

frettamyndir/2012/645-seidur.jpg

frettamyndir/2012/645-seid1.jpg

frettamyndir/2012/645-morguns6.jpg

Seiður eftir Einar Hákonarson – ljósm. Jón Jónsson