Smá þjófstart verður tekið á starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Ozon á Hólmavík næsta föstudagskvöld, þann 31. ágúst kl. 20:00. Þá verður Bergvin Oddsson – Beggi blindi – með fyrirlestur og uppistand. Viðburðurinn er fyrir 7.-10. bekk. Beggi er fyndinn og skemmtilegur náungi sem hefur slegið í gegn með uppistandi sínu.Hann missti sjónina þegar hann var í 9. bekk, en lætur það ekki hamla sér á neinn hátt. Hann hefur skrifað skáldsögur fyrir börn og unglinga og hefur einnig gefið út eigin reynslusöguna Að heyra barnið sitt vaxa, sem fjallar um hvernig er að annast barnið sitt án þess að sjá það.
Þessi misserin stundar Bergvin nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands auk þess að flakka um landið með uppistand og fyrirlestra fyrir unglinga. Uppistandið hefst kl. 20:00. Aðgangseyrir er aðeins kr. 200 og viðburðurinn er einungis fyrir krakka í 7.-10. bekk. Börn í þessum bekkjum eru hvattir til að missa alls ekki af þessum frábæra viðburði.
Krakkar í 7.-10. bekk í skólunum í Árneshreppi, á Reykhólum og Drangsnesi eru einnig hjartanlega velkomnir.