Ekki bárust nógu mörg lög til að hægt yrði að halda Hamingjulagasamkeppni þetta árið, fyrir bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík. Því verður ekki haldin undankeppni eins og venjan er. Að sögn Arnars S. Jónssonar framkvæmdastjóra Hamingjudaga er hins vegar í bígerð semja við þekktan lagahöfund á Hólmavík um að taka að sér að semja Hamingjulagið í ár – þannig að lagaþyrstir aðdáendur Hamingjudaga geta enn hlakkað til!