22/11/2024

Með allt á hreinu! á Hólmavík


Í kvöld, laugardaginn 7. apríl kl. 20:00 er framundan þriðja sýningin á leikritinu Með allt á hreinu! sem Leikfélag Hólmavíkur, Grunnskólinn og Tónskólinn á Hólmavík setur upp. Tvær sýningar eru að baki og hafa þegar um 150 manns séð verkið. Búist er við góðri mætingu í kvöld, en miðapantanir fara fram hjá Rúnu Mæju í s. 896-4829. Um leikstjórn sá Arnar S. Jónsson og tónlistarstjórn Borgar Þórarinsson. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélaginu.

Með allt á hreinu! verður einnig sýnt 11. og 15. apríl. Allar sýningarnar fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri) en 1.500 kr. yngri en 16 ára.

0

Stuðmenn

frettamyndir/2012/645-alltahreinu9.jpg

frettamyndir/2012/645-alltahreinu8.jpg

frettamyndir/2012/645-alltahreinu6.jpg

frettamyndir/2012/645-alltahreinu5.jpg

frettamyndir/2012/645-alltahreinu3.jpg

Með allt á hreinu á Hólmavík – ljósm. Ester Sigfúsdóttir