22/11/2024

Gróður og garðar í Skelinni

Fyrstu gestir í Skelinni, lista- og fræðimannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík, á vormisseri 2012 verða með erindi um gróður og garðrækt á fimmtudagskvöldið 9. febrúar kl. 20:00. Erindið ber yfirskriftina Árin(n) í garðinum og er almennt spjall um gróður og garða, nær og fjær. Það er Heimir Björn Janusarson garðyrkjufræðingur og forstöðumaður Gufuneskirkjugarðs sem flytur erindið. Hann hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir bæði fagfélög garðyrkjunnar og stjórnvöld. Allir eru velkomnir í Skelina!