26/11/2024

Hundrað páskaegg í Kaupfélaginu

Kaupfélag Steingrímsfjarðar HólmavíkValdimar Friðjón Jónsson og Vilhjálmur Jakob Jónsson, fréttaritarar í þemaviku Grunnskólans fóru í morgun í Kaupfélag Steingrímsfjarðar og hittu þar Rakel Jónsdóttur verslunarstjóra. Þeir spurðu hana fyrst hvernig opnunartími Kaupfélagsins yrði yfir páskahátíðina.

Laugardaginn 26. mars verður opið frá kl. 13-00:15-00. Vínbúðin verður opinn kl. 17 til 18 frá mánudegi til fimmtudags og föstudag frá klukkan 16-18, að sögn Rakelar. Bakaríið er opið 09 til 13 mánudaga til fimmtudaga og frá 09 til 17 föstudaga.

Það er búið að panta hundrað páskaegg til að selja og áætlað er að selja þau öll. Það vinna fimm starfsmenn í búðinni, þeim finnst þetta góður vinnustaður og mikill húmor á staðnum. Að sögn starfsfólks eru viðskiptavinir yfirleitt ágætir. Kaupfélag Steingrímsfjarðar ætlar ekki að fara út í verðstríð eins og Bónus, Nettó og Krónan gerðu. Svona verðstríð hefur örugglega einhver áhrif á Kaupfélagið, en starfsmenn vita ekki hve mikið.