22/11/2024

Strandafjöllin með augum Húnvetninga

Náttúrufegurð Stranda er augnayndi í HúnaþingiGárungar á Ströndum gantast oft með það að fátt sé fegurra í Húnaþingi en Strandafjöllin. Hvað sem um það má segja, þá fer það ekki milli mála að nágrannar Strandamanna hinum megin við flóann njóta sannarlega náttúrufegurðarinnar á Ströndum á fallegum blíðviðrisdegi eins og hefur verið í dag. Meðfylgjandi ljósmyndir sendi Strandamaðurinn Höskuldur B. Erlingsson fréttavefnum strandir.saudfjarsetur.is, en þær eru teknar frá Blönduósi yfir Húnaflóa af félaga hans, Jóni Jóhannssyni.

Glöggir lesendur strandir.saudfjarsetur.is hafa væntanlega tekið eftir því að kominn er nýr dálkur hér á vefinn, myndasöfn, sem er að finna í efri tenglaröðinni í vinstri dálkinum á vefnum. Þar er að finna ljósmyndaseríur af hverskyns atburðum og öðrum skemmtilegheitum sem rekið hefur á fjörur vefjarins.