25/11/2024

Safnadagur á Byggðasafninu á Reykjum

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði býður gesti hjartanlega velkomna í heimsókn á safnadaginn sem er í dag, sunnudaginn 10. júlí 2011. Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður kemur í heimsókn og segir frá merkum munum safnsins kl. 13.-16. Einnig verða á staðnum góðir gestir sem vinna handverk á staðnum, en munir safnsins hafa orðið mörgum innblástur nýrra verka. Afsláttur er inn á safnið á safnadaginn og kostar miðinn aðeins 500 krónur og eru kaffi og kleinur innifalin í verðinu. Ókeypis er fyrir börn yngri en 16 ára. Opnunartími safnsins er frá kl. 10-18.