22/11/2024

Hláturinn lengdi lífið

 Það ríkti heilmikil hamingja á frábæru námskeiði í hláturjóga sem haldið var í Félagsheimilinu á Hólmavík í kvöld. Atburðurinn markar upphaf Hamingjudaga á Hólmavík sem ná hámarki um næstu helgi. Námskeiðið var vel sótt því 13 þátttakendur á öllum aldri af öðru kyninu tóku þátt í ýmsum æfingum í hláturjóga sem allar stuðla að aukinni vellíðan, betri tilfinningum og meiri hamingju. Að sögn Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara sem stjórnaði námskeiðinu sveif góður andi yfir atburðinum, allir stóðu sig frábærlega og ljóst væri að sannkallaðir hamingjudagar væru í nánd. Aðalmálið væri að brosa og hlæja við hvert tækifæri.