22/11/2024

100 ára afmælispartý

Sveitarfélagið Strandabyggð hélt upp á að 100 ár eru liðin síðan skólahald hófst á Hólmavík miðvikudaginn 1. júní síðastliðinn. Þann sama dag fóru fram skólaslit við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík í Hólmavíkurkirkju þar sem lærdómsríkur skólavetur var kvaddur og vori fagnað. Áætla má að ríflega 200 manns hafi komið á afmælishátíðina þar sem haldin voru ávörp, leikskólinn Lækjarbrekka og Grunn- og Tónskólinn voru með tónlistaratriði, auk þess sem veislugestir sungu saman 100 ára afmælisöng. Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Þá sýndi Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi Strandabyggðar skemmtileg myndbönd frá lífi og starfi Grunn- og Tónskólans við mikinn fögnuð viðstaddra. Grunn- og Tónskólinn á Hólmavík setti upp glæsilega leiksýningu fyrr í vetur þar sem saga 100 ára skólahalds á Hólmavík var rakin í frumsömdu handriti eftir Arnar S. Jónsson. Sýningin hefur nú verið gefin út á DVD diskum og rennur andvirði sölunnar til leiklistarstarfs í Grunn- og Tónskólanum. Diskinn verður hægt að nálgast á skrifstofu Strandabyggðar í sumar.

Afmæli

atburdir/2011/640-afmaeli5.jpg

atburdir/2011/640-afmaeli1.jpg

Myndir frá afmælishátíðinni – ljósm. Jón Jónsson