Glæsileg söngvakeppni var haldin á Hólmavík í gærkvöld, þar sem valið var hamingjulagið fyrir árið 2011. Sex lög kepptu um heiðurinn og voru þau bæði fjölbreytt og skemmtileg. Komu flytjendur og lagahöfundar víða að og var ágæt mæting á viðburðinn. Áhorfendur völdu sigurlagið sem verður einkennislagið á Hamingjudögum í sumar og fór svo að lokum að lagið Vornótt á Ströndum sigraði. Lagið var flutt af Aðalheiði Lilju Bjarnadóttur og Elínu Ingimundardóttur, en höfundurinn er Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík. Þetta er þriðja hamingjulagakeppnin í röð sem Ásdís á sigurlagið í.
Fleiri myndir frá keppninni má nálgast á vef Ingimundar Pálssonar.
Flytjendur á Hamingjulagakeppni á Hólmavík – Ljósm. Jón Jónsson