18/12/2024

Eurovisionpartý á Café Riis

 Það verður sannkölluð Eurovision-hátíð á Café Riis á Hólmavík laugardagskvöldið 14. maí. Þá blása Bára, Kiddi og co. til pizzasölu og almennrar gleði langt fram á nótt. Pizzur verða í boði frá kl. 18:00 þar til úrslit liggja fyrir, bæði til að taka heim eða borða í sal. Keppnin sjálf verður sýnd á risaskjá í Pakkhúsinu og undir miðnættið mætir Arnar S. Jónsson aka Addi júró á svæðið og þeytir skífum þar til barnum er lokað. Ekki láta júróskemmtun Café Riis fram hjá ykkur fara!