22/11/2024

Öskudagsball og grímubúningadiskó

Ekki færri en tvær skemmtanir verða haldnar á Hólmavík á morgun í tilefni af öskudeginum. Klukkan 17:00 er öskudagsball í Félagsheimilinu þar sem börn á öllum aldri mæta og slá nammisekkinn úr tunnunni, marsera og skemmta sér hið besta. Verðlaun verða veitt þar fyrir frumlegasta búninginn og eru allir velkomnir. Um kvöldið verður síðan grímubúninga-diskótek á vegum Félagsmiðstöðvarinnar Ozon í Grunnskólanum á Hólmavík og er það fyrir nemendur í 8.-10. bekk skólans. Er nemendum á sama aldri í nálægum skólum boðið með á það, en grímubúningadiskóið stendur frá 20:00-22:30.