22/11/2024

Skemmtileg jólaböll á Ströndum

Jólaböll eru eru fastur liður á aðventunni á Ströndum og síðastliðinn fimmtudag voru jólaböll bæði í leikskólanum Lækjarbrekku og í tengslum við Litlu-jól Grunnskólans á Hólmavík. Á síðarnefnda jólaballið mætti fríður hópur jólasveina og stigu þeir dans og sungu við undirleik stórsveitarinnar Grunntóns sem kemur jafnan saman einu sinni á ári af þessu tilefni. Allir krakkar fengu svo mandarínu úr pokum þeirra. Tveir sveinar mættu á Lækjarbrekku og gáfu leikskólabörnunum og starfsmönnum skólans gjafir, þeir Þvörusleikir og Giljagaur.

640-jolaball6 640-jolaball4 640-jolaball3 640-jolaball2 640-jolaball1

Á jólaballi Grunnskólans á Hólmavík

640-jolasv1

Jólasveinar á leið í Leikskólann Lækjarbrekku

– ljósm. Jón Jónsson og Ásdís Jónsdóttir