22/11/2024

Mikil fagnaðarlæti á Hólmavík

Heiða Ragga og Siggi Villa afar stolt yfir dótturdótturinniGríðarleg fagnaðarlæti brutust út í austurhúsi Galdrasýningarinnar þegar ljóst var að Heiða Ólafs komst áfram, en þar var þriðja Idol kvöld Hólmvíkinga haldið í gærkvöldi. Um það bil 50 manns á öllum aldri mættu til að fylgjast með Heiðu og hvetja hana áfram. Talsverður taugatitringur var í hléi, þar sem símakerfið átti í erfiðleikum með álagið og nokkrir sem náðu alls ekki í gegn. Engu að síður þá komst hetja Hólmvíkinga áfram og gestirnir fóru heim með skínandi bros á vör. Myndirnar að neðan eru frá samkomunni í gærkvöldi.

Margrét Mánadóttir og Laufey Reynisdóttir tóku daginn snemma en þær mættu á Galdrasýninguna um miðjan daginn til að búa til Heiðu-spjöld.

atburdir/2005/580-idol1_3.jpg

Gunnlaugur Bjarnason og Sigurlaug Stefánsdóttir fylgdust með af mikilli athygli eins og aðrir.

atburdir/2005/580-idol1_5.jpg

Séð yfir hráan sal Galdrasýningarinnar. Mikil stemning var meðal gesta og allir voru himinlifandi með umgjörðina.

1

Heiða er komin áfram! Gríðarleg fagnaðarlæti. Myndin er tekin á sömu sekúndu og það varð ljóst.

atburdir/2005/580-idol1_2.jpg

Siggi Villa og Heiða Ragga leyna ekki gleði sinni yfir frammistöðu barnabarnsins.

atburdir/2005/580-idol1_4.jpg

Kalli Þór, Siggi Marri og Elfa Björk himinlifandi yfir úrslitunum.

1

Börnin láta ekki sitt eftir liggja í gleðilátunum.

.

Stolt amma og afi – Húrra fyrir Heiðu!